Að ferðast um ókunn lönd og kynnast mismunandi menningu á fjarlægum stöðum hlýtur ávallt að vera eftirminnilegt. Að ferðast um eigið heimaland og kynnast þeim staðháttum sem hafa mótað menningu sína getur varla talist síðra, svona yfirleitt.
Að kunna deili á helstu stöðum mannkynssögunnar, hafa barið þá eigin augum, hafa góða tilfinningu fyrir sínum eigin bakgrunni, þ.e. stöðum eigin menningar, hlýtur að vera djúpur nægtabrunnur.